Þjónusta

Markmið okkar er að bjóða upp á einstaka, vandaða og fallega vöru.

Við reynum að afgreiða allar pantanir samdægurs en annars í síðasta lagi daginn eftir.

Í hönnun okkar notum við mikið grafík frá erlendum hönnuðum sem við greiðum fyrir og erum því með leyfi fyrir notkun hennar. Við framleiðum svo allar okkar vörur sjálfar og vinnum vörurnar á t.d. Photoshop, Illustrator, Canva, Cricut, með stimplum og í höndunum. 

Þar sem við framleiðum vörurnar okkar sjálfar getum við boðið upp á breytingar á texta eða öðru fyrir þá sem vilja. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar endilega hafðu samband við okkur á korteri@korteri.is og við svörum eins fljótt og við getum.